Í áfanganum er farið í förðun fyrir svart/hvítar- og litljósmyndir, förðun frá mismunandi tímabilum sögunnar, samkvæmisförðun og notkun lýtafarða. Áhersla er lögð á skilning á mismunandi förðun þar sem sýna þarf hæfni í litavali og skyggingum andlitsins. Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnu­bragða.