Í áfanganum er farið í sögu förðunar og tísku frá fornu fari til nútímans. Lögð er áhersla á að gera grein fyrir mismunandi andlitslagi fólks, húð-, augn- og háralit og mismunandi þörfum einstaklings. Fjallað er um hlutverk förðunar og áhersla lögð á efnislega þekkingu förðunarvara. Í áfanganum læra nemendur um einkenni förðunar og tísku frá mismunandi tímabilum sögunnar, þekki mismunandi andlistslag fólks og förðunaráhöld eins og ólíka förðunarbursta, svampa og púðurkvasta. Nemendur læra að þekkja mismunandi undirtón húðar og geti valið farða í samræmi við hann.