Í áfanganum læra nemendur verklag við einfalda förðun þar sem lagður er grunnur fyrir meiri skyggingar. Grunnfarðað er með farða, hyljara, púðri, augnskugga, augnblýanti, augnhára- og augabrúnalit, varablýanti og varalit. Áhersla er lögð á að farða í samræmi við andlitsgreiningu og vöruþekkingu.