Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlafræði. Fjallað verður um þrjú form nútímafjölmiðlunar: blöð og tímarit, ljósvakamiðla og fjölmiðlun innan netheima. Kannað verður hvað einkennir boðskipti innan þeirra og þau borin saman, bæði í sögu­legu og fræðilegu samhengi. Kennslan fer fram í fyrirlestrum og umræðum. Samhliða bóklegu námi er áhersla lögð á að nemendur leysi ýmis verkleg verkefni.