Kennsluáætlanir Í áfanganum fá nemendur þjálfun í notkun á félagsfræðilegum hugtökum og kenningum og eiga að geta beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni. Fjallað er um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsvísinda skoðaðar. Fjallað er um frumkvöðlana Comte, Durkheim, Marx og Weber og framlag þeirra til greinarinnar. Farið er í helstu kenningar svo sem samvirkni-, samskipta-, og átakakenningar. Fjallað um sjálfsmyndina og táknræn samskipti, m. a. út frá kenningum Goffmans. Nemendur læra um félagslega lagskiptingu, frávik, fjölmiðla og áhrif þeirra, enn fremur um kynhlutverk og skoða þessi viðfangsefni í ljósi ólíkra kenninga.