Í áfanganum er fjallað um rannsóknaraðferðir félagsfræðinnar. Nemendur fá þjálfun í að meta, taka afstöðu til og fjalla á gagnrýninn hátt um rannsóknir félagsvísinda og beita þeim í nokkrum mæli. Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda í því ljósi. Þá verður rætt um kosti þeirra og galla. Bornar verða saman megindlegar og eigindlegar rannsóknir, tengsl þeirra við kenningar skoðuð og hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum um eðli þekkingar innan félagsfræðinnar. Rætt verður um aferðafræðileg og siðferðileg vanda­mál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niður­stöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna.