Í áfanganum kynnast nemendur efnahagslegum og félagslegum vandamálum sem ríki þriðja heimsins eiga við að etja. Nemendur kynan sér málefni sem tengjast samfélgöum þriðja heimsins. Þeir kynnast mismunandi hugmyndum um skiptingu heimsins, einkum tvískiptingu hans í þróuð lönd og vanþróuð. Þeir læra um mismunandi hugmyndir að baki þeim hugtökum sem eru notuð yfir þróunarlönd, svo sem „vanþróuð lönd“, „þriðji heimurinn“ og „Suðrið“. Þeir læra um ólíka merkingu þróunarhugtaksins. Nemendur geri sér grein fyrir efnahagslegum, stjórnmálalegum og menningarlegum einkennum þróunarlanda.