Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í umræðu um stjórnmál. Stefnt er að því að nemendur geti lagt gagnrýnið mat á átakaefni í íslenskum stjórnmálum og að þeir geti rökstutt slíkt mat með fræðilegum vinnubrögðum. Fjallað er um stjórnmálafræði sem fræðigrein. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum sem notuð eru í fræðigreininni. Nemendur læra að greina helstu hug­myndafræðistrauma stjórnmálanna. Þeir læra um einkenni og forsendur lýðræðis og hvað greini lýðræði frá einræðis- og alræðisstjórnarfari. Rakin er þróun íslenskra stjórnmála frá sjálfstæðis­stjórnmálum til stéttastjórnmála og til þeirrar margbreytni sem nú einkennir íslensk stjórnmál.