Efni áfangans er kynjafræði. Í þessum áfanga fá nemendur meðal annars kynningu á kynjafræði og jafnréttisbaráttu. Fjallað verður um skólagöngu, vinnumarkað, fjölmiðla, heilsufar, ofbeldi og stjórn­kerfi út frá kynferði. Í áfanganum munu nemendur meðal annars rýna í fjölmiðla, kvikmyndir og bækur. Vændi, klámvæðing, kynbundið ofbeldi, tíska, líkamsímyndir og staðalmyndir eru efni sem einnig verða tekin fyrir.