Í áfanganum fá nemendur undistöðuþekkingu á grunnþáttum íslenska samfélagsins og eiga að geta borið það saman við nokkur önnur samfélög nær og fjær. Nemendur fá fræðslu um áhrif samfélags á einstaklinginn og einstaklings á samfélagið og hvernig hann getur haft áhrif á samfélagið. Fjallað er um grunneiningar samfélagsins og þær skoðaðar frá sjónarhorni félagsvísinda. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á umhverfi sínu nær og fjær svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í umræðum um samfélagsmál og mynda sér skoðanir út frá því. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem stýra hegðun og athöfnum einstaklingsins og stefnt er að því að nemendur öðlist skilning á uppbyggingu og skipulagi eigin samfélags og annarra.