Nemendur læra að teikna snið fyrir klassískan fóðraðan jakka og sauma prufuflík. Lögð er áhersla á persónulega og skapandi hönnun við gerð á jakka sem felst í skissuvinnu, lokateikningu og vinnuskýrslu er sýnir ferli hönnunar frá hugmynd að fullgerðri flík. Í óhefðbundinni formun (drapering) eru flíkur unnar í ½ stærð á gínur.