Í áfanganum er lögð áhersla á máltökur, sniðteikningu, saum og mátun. Farið er ýtarlega í margbreytilega formun á efriparti á bol og stílbreytingu á ermum í ½ stærð. Nemendur fá þjálfun í saumtækni við saum á saumtækniskyrtu. Lögð er áhersla á hönnun, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð við gerð á skyrtu/blússu. Samhliða er unnin vinnuskýrsla með vinnuferlinu frá hugmynd að fullgerðri flík.