Í áfanganum er lögð áhersla á máltökur, sniðteikningu, saum og mátun. Kenndar eru ýmsar stílbreytingar út frá grunnsniðum af buxum í ¼ stærð. Kynnt eru tilbúin snið, kennt að mæla þau og bera saman við eigin mál. Lögð er áhersla á að vinna eftir leiðbeiningum og að nemandi fái þjálfun í saumtækniatriðum með prufusaum. Lögð er áhersla á útfærslu eigin hugmynda útfrá grunnsniðum. Samhliða er unnin vinnuskýrsla með vinnuferlinu frá hugmynd að fullgerðum flíkum.