Í áfanganum læra nemendur á saumavélar og önnur verkfæri er tengjast faginu. Nemendur læra máltöku og teikningu eigin grunnsniða. Farið er í notkun tölvuforrits fyrir snið á pilsi. Lögð er áhersla á að vinna eftir leiðbeiningum og að nemandi fái þjálfun í saumtækniatriðum með prufusaum. Lögð er megináhersla á að hanna og sauma pils. Samhliða er unnin vinnuskýrsla með vinnuferlinu frá hugmynd að fullgerðri flík.