Í áfanganum er áhersla lögð á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra (geti “lesið á milli línanna”). Lesin eru bók­menntaverk og túlkuð út frá víðara samhengi en áður með tilliti til sögu og bók­menntalegra skírskotana. Lögð er áhersla á að nemendur verði færir um að tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og geti rökstutt skoðanir sínar. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðameiri verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á Netinu og í marg­miðlunarefni. Markviss kynning á menningu enskumælandi landa. Áhersla er lögð á alhliða færni í málinu.