Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða en í ENS102. Lestur almennra texta sem ekki eru einfaldaðir. Unnið með orðabók þar sem það á við. Áhersla á að nemendur tjái sig frjálst og óbundið. Markvissar hlustunaræfingar. Áhersla lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða með margvíslegum æfingum á öllum færnisviðum. Enskt talmál æft, m.a. í tengslum við les- og hlustunarefni. Í skriflega þættinum er gerð krafa um flóknari setningaskipan, nákvæmari orðaforða og skipu­legri framsetningu en í fyrri áfanga.