Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm skáldsögur á ensku. Að minnsta kosti þrjár eiga að vera af bókalista og tvær mega nemendur velja sjálfir en kennari verður að sjá þær og samþykkja. Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið – samtals 5 sinnum á önninni. Hvert viðtal tekur 10 – 15 mínútur og er kennari til viðtals þrisvar í viku. Á seinni hluta annar skila nemendur einni ritgerð um afmarkað efni byggt á einni skádsögunni. Aðeins má taka þennan áfanga einu sinni.