Þessi áfangi er að mörgu leyti upprifjun á þeirri ensku sem kennd er í grunnskóla. Þannig eru undir­stöðuatriði enskrar málfræði og málnotkunar rifjuð upp. Lestextar eru valdir með hliðsjón af hæfni og getu nemenda. Í þeirri vinnu læra nemendur notkun orðabóka og að nýta sér þær til textaskilnings. Áhersla er lögð á að byggja upp sterkan grunnorðaforða. Skriflegi þátturinn er þjálfaður með fjöl­breyttum æfingum sem tryggja lágmarkskunnáttu við ritun á ensku. Munnlegi þátturinn er síðan æfður með verkefnum tengdum lestextum annarinnar.