Í áfanganum er fjallað áfram um efnajafnvægi. Þá er fjallað um sjálfgengi efnahvarfa, um sýrur og basa og helstu þætti sýru-basahvarfa. Loks er fjallað um oxunar-afoxunarhvörf og farið inn á svið rafefnafræðinnar. Verklegar æfingar og skýrslugerð. Dæmi um efnisatriði: Jafnvægislögmálið, leysni salta, leysnimargfeldi. Fríorkubreyting, hvarfavarmi, óreiðubreyting og sjálfgengi efnahvarfa. Sýrur og basar, rammar og daufar sýrur, rammir og daufir basar, sýrufasti, basafasti, sýru-basahvörf, pH, jafnalausnir, sýru-basatítrun. Oxunar-afoxunarhvörf, hálfhvörf, rafeindaflutningur, oxunartölur, oxari, afoxari, rafefnafræði, galvaníhlöður, rafgreiningarhlöður, staðalspenna, íspenna og fríorkubreyting, ryðmyndun og ryðvarnir.