Í áfanganum er fjallað er um samband hita, þrýsings, rúmmáls og efnismagns fyrir gastegundir. Þá er fjallað um helstu gerðir efnahvarfa og farið dýpra í magnbundna útreikninga en gert var í EFN 1036. Einnig er fjallað um ýmsa þætti tengda efnahvörfum svo sem hvarfavarma og hraða efnahvarfa. Lagður verður grunnur að skilningi nemenda á jafnvægishugtakinu. Loks er fjallað nánar en gert var í EFN 1036 um Lewis formúlur, lögun og skautun sameinda. Verklegar æfingar og skýrslugerð.

Dæmi um efnisatriði: Gaslögmálin, Kelvin-kvarði, hlutþrýstingur, oxunar-afoxunarhvörf, fellingar, leysni fastra efna og gass í vatni, sýru-basahvörf, efnahvörf og hlutföll, hvarfavarmi, lögmál Hess og myndunarvarmi, hraði efnahvarfa, hraðajöfnur, hraðafasti, hvarfgangur, jafnvægi í efnahvörfum, jafnvægisfasti, regla LeChateliers, Lewis formúlur, vok, lögun sameinda, skautun sameinda og eðliseiginleikar efna.