Í áfanganum er fjallað um ólífræna efnafræði, einkum það sem snýr að efnatengjum, nafngiftareglum og útreikningum á magni efna og styrk lausna. Auk þess sem fjallað er um sýrur, basa, lausnir og hraða efnahvarfa. Í lífrænni efnafræði er farið í helstu flokka lífrænna efna og nafngiftareglur lífrænna efna. Fjallað er um helstu efni sem notuð eru í snyrtivörur. Nemendur læra á lotukerfið og rafeindaskipan hjá frumefnum. Þeir læra að þekkja helstu efnatengi og nafgiftareglur ólífrænna efna. Nemendur læra að þekkja hugtökin mól og mólmassa og reikna út styrkleika lausna. Þeir læra um mismunandi lausnir og mun á þeim t.d. (dreiflausn, grugglausn, froðu og þeytilausn). Læra muninn á sýrum og bösum og pH-skalann og helstu þætti sem hafa áhrif á hraða efnahvarfa. Nemendur þekkja helstu efni sem notuð eru í snyrtivörur, í hvaða snyrtivörur þau eru notuð og virknisvið þeirra.