Í áfanganum er farið í gaslögmálin og varmafræði efna, hreyfingu í plani ásamt hring­hreyfingu og sveiflu og bylgjuhreyfingu. Leitast er við að setja námsefnið fram á stærð­fræðilegan hátt og þjálfa leikni í meðferð jafna og röksemdafærslu. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á verklegu hliðina og að nemendur þjálfist í sjálfstæðum vinnubrögðum við úrvinnslu tilraunaniðurstaðna, og í að framkvæma mælingar. Dæmi um efni áfangans: Varmajafnvægi, hitakvarðar, alkul, gaslíkan, gasstuðullinn, kjör­gas, hreyfifræði lofttegunda í kjörgasi, meðalhraði lofttegunda; varmaorka, eðlis­varmi, gufunar og bræðsluvarmi, fasaskipti, varmamælir, hitaþanstuðull, varma­leiðni, varma­burður, varmageislun; hraði, hröðun, þyngdarhröðun, frjálst fall, radían, snertilhraði, snertihröðun, miðsóknarhröðun, miðsóknarkraftur; sveifluvídd, lota, tíðni, kraftstuðull gorms, einföld sveifluhreyfing, herma, bylgjulengd, hnútur, bugur, stað­bylgja, langbylgja, þverbylgja, regla Huygens, samfasa bylgjur, raufagler, hljóð­bylgjur, hljóðstyrkur, skynstyrkur, desíbel, innhljóð, úthljóð, styrkjandi og eyðandi samliðun, Dopplerhrif.