Í áfanganum er farið yfir eðlisfræði snúnings: Hornhraða, hornhröðun, rúmhorn, hverfitregðu og hverfiþunga. Einnig er farið yfir skilyrði fyrir stöðujafnvægi hlutar, vektorframsetning krafta og vægis, kraftvægi og hverfitregðu, orka vegna snúnings í raf- og segulsviði, hreyfiorka vegna snúnings, hlutfall hreyfi og snúningsorku stinns hlutar. Þá verður farið í geymin og ógeymin kraftsvið; vinnu sem ferilheildu í lögmál hverfiþunga í atóminu, tengsl við brautarhverfiþunga og spuna rafeindar; svarthlutageislun og lögmál Stefan-Boltzmann´s og Wien´s; orkuróf sveifils; sveiflur, tengsl sveiflu og hringhreyfingar, Vökvaaflfræði, Varmafræði, hreyfifræði gassameina, lögmál varmafræðinnar og varmavélar. Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem hyggja á framhaldsnám í tækni og raungreinum og vilja styrkja undirstöðuþekkingu sína.