Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, skrið­þungalögmálinu, orkuvarðveislu og ljósfræði og eiginleikum efnis. Áhersla er lögð á verk­efnavinnu og verklegar tilraunir og nákvæma framsetningu niðurstaðna þeirra. Einnig á leikni í dæmareikningi og notkun á jöfnum og uppsetningu vandamála sem leysa skal. Nemendur skila bæði úrvinnslu úr tilraunum og verkefnablöðum reglulega. Lögð er áhersla á sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.

Dæmi um efnisatriði áfangans: Tregða og þrjú lögmál Newtons, kraftar; núnings­stuðull, massi, þyngd, vinna, orka; nýtni véla, jafngildi massa og orku; skriðþungi, árekstrar, atlag, lokað kerfi, varðveisla skriðþunga, bakslag; ástandsform efnis, vökvi, kristölluð og myndlaus efni, þéttleiki, lögmál Hookes, þrýstingur í vökva og lofti, uppdrif, lögmál Arkimedesar; speglun ljóss, brennivídd, spegilformúlan, bylgjustafn, ljósbrot, brotstuðull, ljóshraði, lögmál Snells, fullkomið endurvarp, markhorn, geisla­gangur í linsum, linsuformúlan.