Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur getir skilið inntak ritmáls- og talmálstexta sem fjalla um nokkuð sérhæft efni sem þeir þekkja til eða hafa áhuga á. Nemendur eru þjálfaðir í að nota algeng orð og orðasambönd í ræðu og riti. Talþjálfun miðar að því að nemendur læri að orða hugsanir sínar skýrt og skilmerkilega í samtölum og frá­sögnum. Gerðar eru margvíslegar hlustunaræfingar sem miða að því að auka færni nem­enda. Nemendur eru þjálfaðir í að beita mismunandi stílbrögðum við ritun texta. Nem­endum er gerð grein fyrir tengslum dönsku við önnur Norðurlandamál, s.s. norsku og sænsku. Aukin áhersla er á lestur bókmennta.