Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að skilja venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Orðaforði og lesskilningur nemenda er aukinn með lestri stuttra texta og þeir þjálfaðir í að tjá sig munnlega og skriflega með ýmsum æfingum. Hlustun er æfð markvisst í tengslum við námsefnið. Undirstöðuatriði danskrar mál­fræði eru rifjuð upp og nemendur læra að beita algengustu málfræðireglum. Nem­endur fá þjálfun í að nota hjálpargögn í námi sínu, m.a. með notkun orðabóka. Unnið er með texta sem fjalla um Danmörku og danska menningu, ungt fólk, líf og störf

[types field=“undanfari“][/types]