Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er á öðru þrepi og unnið verður í að dýpka og byggja ofan á þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Unnið verður með Portfolio möppuna, sjónvarps- og myndefni, þyngri texta, til dæmis blaða- og tímaritsgreinar, ásamt bókmenntatextum. Fjölbreyttar hlustunaræfingar svo sem viðtöl, tónlist, frásagnir og fleira. Notuð verða bæði einstaklingsverkefni og verkefni unnin í hóp, ásamt leikjum til að dýpka námsefnið og auka fjölbreytni. Lögð er áhersla á að textaval endurspegli kröfur námskrár um grunnþætti menntunar. Lögð er jöfn áhersla á alla fjóra færniþættina, tal, lestur, hlustun og ritun, bæði í kennslu og námsmati.