Áhersla er lögð á þemavinnu og verkefni sem nemendur velja í samráði við sam­nemendur og kennara. Farið er í grunnhugtök bókmenntagreiningar og nemendur lesa valda texta úr dönskum bókmenntum. Nemendur velja sér ákveðna rithöfunda og kynna sér rithöfundaferil þeirra og bókmenntaverk. Málefni líðandi stundar eru kynnt með efnisöflun úr fjölmiðlum og víðar. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist víðtæka þjálfun í upplýsingaöflun og skriflegri og munnlegri framsetningu.