Áhersla er lögð á alhliða texta- og hlustunarskilning og tal- og ritfærni nemenda er þjálfuð enn frekar. Unnið er með fjölbreytt efni, þar sem m.a. fjölmiðlar og Netið er nýtt til efnisöflunar. Dönsk kvikmyndagerð er kynnt og saga hennar rakin. Lesnir verða ýmsir textar sem tengjast kvikmyndum. Nemendur eru þjálfaðir í að greina kvik­myndir og tjá sig um þær. Í bókmenntum er einkum unnið með ævintýri og sagnir. Lögð er áhersla á að nemendur vinni saman að verkefnum og tjái sig sem mest á dönsku í kennslustundum