Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur verði vel læsir á flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá þjálfun í að beita rétt megin­reglum danskrar málfræði, hljóðfræði og setningafræði í ræðu og riti. Sérstök áhersla er lögð á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli og að nemendur geti rökstutt skoðanir sínar lipurlega með umorðunum og útskýringum ef orðaforða þrýtur. Nemendur fá þjálfun í að vinna að viðamiklum verkefnum þar sem efnis er leitað á bókasöfnum, á Netinu og í margmiðlunarefni. Áhersla er lögð á alhliða færni í málinu. Mikilvægt er að nemendur séu virkir í kennslustundum.