Danska fyrir nemendur sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi með fullnægjandi einkunn eða  þurfa betri grunn í tungumálinu.

Í áfanganum er áhersla lögð á að auka lesskilning og orðaforða nemenda með lestri texta um ýmis efni. Ritun er æfð með verkefnum í tengslum við lesefni, en einnig lengri ritunarverkefnum. Málfræði er kennd, m.a. unnið með nafnorð, sagnorð, fornöfn, lýsingarorð og töluorð. Ein létt skáldsaga er lesin.

Markmið:

  • Að nemandi sé fær um að lesa styttri texta um algeng efni.
  • Að nemandi geti lesið létta hraðlestrarbók og tjáð sig munnlega um hluti sem hann þekkir.
  • Að nemandi geti skrifað stuttar frásagnir um ýmis efni, eða skrifað endursögn um hrað­lestrarbók.
  • Meginmarkmið áfangans er að nemandi nái þeirri færni í dönsku sem krafist er til grunnskóla­prófs.