Megin áhersla er lögð á gerð sviðsbúninga fyrir ólíka miðla eins og leikhús og kvikmyndir. Nemendur vinna að gerð leikbúninga í ½ stærð út frá skáldriti, leikriti eða kvikmynd sem fer fram í hópvinnu. Einnig eru unnin verkefni um áhrif auglýsinga og myndbanda á tísku. Farið er í vettvangsferðir í leikhús borgarinnar og sjónvarpsstöðvar auk ýmiss konar upplýsingaöflunar í tengslum við námsefnið.