Í áfanganum fá nemendur innsýn í verkmenningu mannsins í ólíkum menningarheimum frá þeim tíma er fyrstu pýramídarnir voru reistir og til loka 19. aldar.

Áfanginn er þrískiptur. Í fyrsta hluta er lögð áhersla á að rannsaka og vinna með munstur fornþjóða og hvernig þau endurspeglast í manngerðu umhverfi. Farið er í vettvangsferð í Þjóðminjasafnið í tengslum við verkefni. Í öðrum hluta læra nemendur um stíl fatnaðar og fylgihluta frá endurreisn til loka 19. aldar. Íslenska þjóðbúningnum eru gerð góð skil í þriðja hluta. Nemendur rannsaka sögu búninga og hvaða áhrif Sigurður „málari“ Guðmundsson hafði á þá þróun.

Námið fellst í verkefnavinnu, hópvinnu og ritgerð úr þriðja hluta. Próf er lagt fyrir úr fyrsta og öðrum hluta.