Áfangalýsing

Í áfanganum er fjallað um stærri iðntölvur og eiginleika þeirra. Einnig helstu gerðir íhluta iðntölvu­stýringa og forritun þeirra. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva og notkun ýmissa hjálpartækja við slíka forritun, svo sem forritunartækja, PC-tölva og flæðimynda. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu. Nemendur kynnast notkun aðgerðarskjáa, regla (P, PI og PID) og skynjara (hliðræna og stafræna). Farið er í reikniaðgerðir, skiptiregistur og teljara.

Áfangamarkmið

Nemandi

  • þekki minnisgerðir iðntölva og eiginleika þeirra, vinnsluhraða og vinnsluferli iðntölva
  • þekki allar helstu skipanir stafrænnar virkni og einfaldrar hliðrænnar virkni
  • þekki möguleika samtengingar iðntölva með gagnabrautum
  • þekki staðalinn EN61131 og notkun hans
  • þekki aðgerðaskjái og notkun þeirra
  • þekki skynjara, regla og reikniaðgerðir
  • geti forritað iðntölvu í formi laddermynda, skipanalista og virkniblokka, breytt stýri­myndum segulliða- og rafeindastýringa í iðntölvuforriti með forritunartæki og PC-tölvu
  • geti skrifað flæðirit fyrir stýringar og forritað iðntölvu samkvæmt því
  • geti tengt iðntölvu við ytri búnað
  • geti unnið með hliðræn (analog) og stafræn (digital) merki
  • hafi gott vald á skjalagerð er varða iðntölvustýringar
  • hafi gott vald á forritun að minnsta kosti einnar tegundar iðntölvu

Efnisatriði

Hönnun, forritun og prófun stýriverkefna: Grunnskipanir, tímarásir, teljararásir, skiptiregister, mastercontrol, reikniaðgerðir, stigamyndir (ladder), skipanalistar, flæðimyndir. Iðntölvur, forritunar­tæki, PC-tölvur, aðgerðaskjáir, inn- og útgangsbúnaður, skynjari, hermiforrit.

Námsmat

Byggt er á verkefnavinnu, skýrslum og lokaprófi. Lágmarkseinkunn er 5.