Tveir hópar nemenda og kennara eru þessa viku í Kanada og Finnlandi. Í Kanada ferðast hópurinn á Íslendingaslóðum og fer meðal annars til Gimli og Winnipeg. Þau fara meðal annars í heimsókn í Gimli High School og veiða á ísilögðu Winnipegvatni.

Í Finnlandi dvelur hópurinn í Turku og tekur þátt í norrænum frumkvöðlabúðum á vegum Erasmus+ ásamt nemendum og kennurum frá Danmörku, Noregi og Finnlandi. Verkefnið heitir International Nordic Entrepreneurship og er til tveggja ára.

finnlandshopurinn

Sjá má fleiri myndir úr ferðunum á Facebook síðu skólans.