162 nemendur voru útskrifaðir frá skólanum á vorönn 2015.

Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholti fóru fram í Háskólabíói í gær föstudaginn 22. maí. Alls útskrifuðust 162 nemendur og afhent voru 175 skírteini þar sem nokkrir nemendur útskrifuðust af tveimur brautum. Þórunn Sunneva Elfarsdóttir er dúx skólans, en hún hlaut 9,17 í aðaleinkunn, en hún lauk prófi frá fata-og textílbraut skólans.

Þrjár stúlkur sópuðu að sér flestum verðlaunum sem veitt voru fyrir góðan námsárangur. Auk þess að vera dúx skólans fékk Þórunn Sunneva verðlaun fyrir íslensku,  bestan árangur á fata- og textílbraut og að auki fékk hún viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Sunna Sól Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir dönsku, ensku og myndlist og Sara Líf Magnúsdóttir fékk verðlaun fyrir myndlist auk þess sem hún