Í dag náðum við merkum áfanga í sögu skólans. Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrituðu samstarfssamning um byggingu nýs verksnámshúss á lóð skólans við Hraunberg. Viðstaddir undirritunina voru stjórnendur skólans, kennarar og sviðs- og fagstjórar skólans. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari flutti ávarp sem og menntamálaráðherra og borgarstjóri. Iveta Licha enskukennari lék á píanó. Stutta kveðju fluttu þau Víðir Stefánsson sviðsstjóri verknáms og fagstjóri rafvirkjadeildar, Kristín Reynisdóttir sviðsstjóri listnáms og Benedikt Kristjánsson fagstjóri húsasmiðadeilar. Þá söng Anton Þór Sigurðsson, matráður í matsölu nemenda, tvö lög.