Í dag undirritaði Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari FB ,mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja D. Alfreðsdóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson samninga um áframhaldandi rekstur Fab Lab smiðjunnar hér í skólanum. Einnig fór fram rafræn undirritun við Fab Löb víðs vegar um landið. Markmið með starfsemi Fab Lab Reykjavík er að auka þekkingu og leikni nemenda, kennara, almennings og innan atvinnulífs á persónumiðaðri nýsköpunarvinnu og stafrænum framleiðsluaðferðum. Verkefninu er ætlað að styðja við  þátttöku og áhuga á verk- og tækninámi í grunn- og framhaldsskólum og auka tæknilæsi, skapandi starf og frumkvöðlamennt.  Markmið verkefnisins er enn fremur að skapa vettvang fyrir þróun og prófun hugmynda og efla þannig samkeppnishæfni í nærsamfélagi. Fab Lab Reykjavík er hluti samstarfsnets Fab Lab smiðja á Íslandi og tengist jafnframt alþjóðaneti Fab Lab smiðja, Fab Foundation við Massachusetts Institute of Technology (MIT).  Til hamingju!