Í gær útskrifuðust 117 nemendur úr FB við hátíðlega athöfn í Hörpu að viðstöddu fjölmenni. Af 117 útskriftarnemendum luku átta nemendur tveimur prófum. Alls útskrifuðust  67 nemendur með stúdentspróf, 13 útskrifuðust sem sjúkraliðar, 15 af húsamiðabraut, 23 af rafvirkjabraut og 7 af snyrtibraut. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Elvar Jónsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp. Katrín Eir Óðinsdóttir nýstúdent söng við undirleik Pálmars Sigurhjartarsonar og Kristjón Daðason lék á trompet. Anna María Birgisdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd nýútskrifaðra. Fjölmörg verðlaun og viðurkenningar voru veitt fyrir góðan námsárangur. Með hæstu einkunn á stúdentsprófi var Þorgeir Þorsteinsson sem lauk stúdentsprófi af loknu starfsnámi á rafvirkjabraut. Lára Kristín Björnsdóttir, náttúruvísindabraut hlaut viðurkenningar í íslensku og stærðfræði sem og viðurkenningu frá Styrktarsjóði Kristínar Arnalds. Snæfríður Ebba Ásgeirsdóttir, náttúruvísindabraut fékk viðurkenningu fyrir lokaverkefni til stúdentsprófs ásamt viðurkenningu frá Soroptimistaklúbbi Hóla og Fella. Anna María Birgisdóttir, félagsvísindabraut fékk viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir félagsstörf. Öllum sem færðu skólanum og útskriftarnemum gjafir og styrki við útskriftina þökkum við velvildina.

Öll verðlaun í einstökum greinum.

Myndirnar tók Jóhannes Long.