Nýnemaferð FB verður farin 31. ágúst. Það er mæting við inngang við Austurberg (hjá skrifstofu) kl. 9:00. Munið að klæða ykkur eftir veðri þar sem við verðum mikið úti.

Boðið verður upp á pylsur í hádeginu og hamborgara þegar komið er aftur í FB, en mælt er með að hafa með sér millimál og brúsa og/eða aðra drykki.

Dagurinn byrjar á því að gróðursetja tré í nágrenni við Úlfljótsvatn. Þar á eftir taka skátarnir á móti hópnum á Úlfljótsvatni og verða með frábæra dagskrá fyrir hópinn og pylsur í boði. Svo halda hópar af nemendum í rútur þar sem leiðin liggur í fimm mismunandi skoðunarferðir sem nemendur hafa nú þegar valið úr.

Áætluð heimkoma í FB er um kl 17:00 þar sem kokkur mötuneytis nemanda tekur á móti hópnum með gómsæta hamborgara og franskar og eftir það er dagskrá lokið.

Við minnum á að öll nikótínnotkun (tóbak, veip, nikotínpúðar o.s.frv) er bönnuð í ferðinni.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða vangaveltur hafið samband við Svövu Gunnarsdóttur, félagsmála- og forvarnarfulltrúa: svg@fb.is – 698-9194