Síðasta vika var ákaflega viðburðarík. Hún hófst með því að fjórir nemendur ásamt þremur kennurum fóru til Danmerkur á vegum Erasmus plus til að taka þátt í norrænum frumkvöðlabúðum.

Á þriðjudaginn kom borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson í heimsókn. Hann snæddi hádegisverð í matsal nemenda og ávarpaði nemendur.

Síðasta vetrardag var mikið um dýrðir í skólanum, boðið var upp á pítsur og ávexti og skólahljómsveit FB The Whalers lék nokkur lög. Vikunni lauk svo með dimmisjón útskriftarnema.

Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu skólans.