Í gær út­skrifuðust 150 nem­end­ur frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti í Hörpu, þar af voru 78 nemendur með stúdentspróf. Stærsti verknámshópurinn voru nemendur af sjúkraliðabraut en allt útskrifuðust 35 nemendur af brautinni. Þá útskrifuðust 17 af húsasmiðabraut, 11 af rafvirkjabraut og 7 af snyrtibraut. Einnig útskrifuðust 7 nemendur af starfsbraut, 2 nemendur af handíðabraut og 2 skiptinemar fengu skírteini. 9 nemendur luku tveimur brautum þannig að alls voru 159 skírteini afhent. 15 nemendur fengu skírteini um framhaldsskólapróf í vikunni.

Fjölmenni var við athöfnina og lék rokkhljómsveitin Storyteller, sem skipuð er núverandi og fyrrverandi nemendum skólans við athöfnina auk tveggja gestaspilara.

Þá voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur í ýmsum greinum. Flestum verðlaunum sópaði til sín Martyna Laura Kapszukiewicz af listnámsbraut en hún hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi svo og verðlaun í dönsku og ensku. Þá hlaut hún einnig viðurkenningu frá Soroptimistakúbbi Hóla og Fella og verðlaun úr Styrktarsjóði Kristínar Arnalds fyrrverandi skólameistara FB fyrir bestan árangur í íslensku.

Sigrún María Jónsdóttir af félagsfræðabraut hlaut verðlaun frá Rótarýklúbbi Breiðholts fyrir þátttöku í félagsstörfum.

Andrés Wolanczyk af íþróttabraut hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi í íþróttafræði og íþróttagreinum, raungreinum og stærðfræði.

Emil Steinar Björnsson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á námstímanum á starfsbraut.

Donata Nutautaité hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á sjúkraliðabraut. Samtök Iðnaðarins veittu verðlaun fyrir bestan árangur á burtfararprófi í iðngreinum og þau hlutu Birgir Haraldsson, húsasmiðabraut, Sævar B Ólafsson, rafvirkjabraut og Hólmfríður M Benediktsdóttir, snyrtibraut.

Skólaslitaræða Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara er hér.

Jóhannes Long ljósmyndari tók myndirnar nema myndin af Andrési og foreldrum er tekin af Ágústu Unni Gunnarsdóttur.

Allur hópurinn á sviðinu í Silfurbergi í Hörpu.

Allur hópurinn á sviðinu í Silfurbergi í Hörpu.

Verðlaunahafar

Verðlaunahafar

Martyna Laura Kapszukiewicz var dúx skólans

Martyna Laura Kapszukiewicz var dúx skólans

35 sjúkraliðar útskrifuðust frá skólanum

35 sjúkraliðar útskrifuðust frá skólanum

7 snyrtifræðingar útskrifuðust

7 snyrtifræðingar útskrifuðust

Sigrún María Jónsdóttir hlaut verðlaun frá Rótarýklúbbi Breiðholts

Sigrún María Jónsdóttir hlaut verðlaun frá Rótarýklúbbi Breiðholts

Andrés Wolanczyk ásamt foreldrum sínum.

Andrés Wolanczyk ásamt foreldrum sínum.