Ný störf ræstingastjóra og skólaliða í FB

Frá og með hausti 2015 ætlum við að sjá sjálf um ræstingar í skólanum í stað þess að kaupa þjónustu ræstingafyrirtækis. Við munum ráða ræstingastjóra og 3-4 skólaliða til að sjá um ræstingar og hafa almennt eftirlit með umgengni í skólanum. Einnig ætlum við að gefa nemendum skólans kost á vinnu við ræstingar meðfram námi sínu.

Nú auglýsum við eftir fólki sem hefur áhuga á að starfa að því að halda skólanum hreinum og fallegum.

Ræstingastjóri hefur yfirumsjón með ræstingum skólans. Hann/hún sér um verkstjórn og skipulagningu og starfar við hlið skólaliða og ræstitækna úr hópi nemenda. Umsækjandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum, jákvæðni, samviskusemi og vera vanur mannaforráðum og ákvarðanatöku. Ráðið er frá 4. ágúst 2015.

Skólaliðar sjá um ræstingu skólans á dagvinnutíma, svo og eftirlit með umgengni nemenda inni í skólanum og á skólalóðinni. Umsækjandi þarf að hafa reynslu af ræstingum eða sambærilegu starfi. Ráðið er frá 10. ágúst 2015.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum. Karlmenn jafnt sem kvenmenn eru hvattir til að sækja um. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Andrésson rekstrarstjóri í síma 570 5612 eða stand@vu2016.carl.1984.is.

Ekki þarf að sækja um á sérstökum umsóknareyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til 22. júní 2015. Áskilinn er réttur til að nýta auglýsinguna í 6 mánuði frá ráðningu.