Farið verður í nýnemaferð Fjölbrautaskólans í Breiðholti 2.-3. september að Flúðum.

Lagt verður af stað frá FB kl. 10 á þriðjudagsmorgun og gert er ráð fyrir að brottför frá Flúðum verði kl. 12:00 á miðvikudeginum. Gist verður í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum og Nemendafélag FB sér um kvöldvöku.

Skólinn sér um kvöldmat á þriðjudagskvöldið og morgunmat á miðvikudagsmorgun, en nemendur þurfa sjálfir að koma með mat fyrir þriðjudaginn og nasl milli mála. Þá þurfa nemendur að koma með svefnpoka, dýnu og fatnað til að sofa í. Þau sem ætla í sund þurfa að taka með sér sundföt og handklæði.

Með í för verður góður hópur kennara og hópur úr Nemendafélagi skólans.

Ferðin er áfengis- og vímuefnalaus.

Nánari dagskrá og ferðaleyfisbréf fyrir nýnema (pdf skjal).

Ath. Skila verður ferðaleyfisbréfi á skrifstofu skólans í síðasta lagi föstudaginn 29. ágúst.