Námsbrautir

Uppbygging námsbrauta tekur mið af lokamarkmiðum námsins. Lokamarkmið tilgreina þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemandinn skal hafa tileinkað sér er hann lýkur prófi af brautinni, að jafnaði eftir þriggja ára nám.

Námsbrautirnar skólans falla undir kennslusvið bóknáms, listnáms, verknáms og stuðnings­náms. Bóknámsbrautir eru Félagsvísindabraut, Hugvísindabraut, Íþróttabraut, Náttúruvísinda­braut og Tölvubraut. Verknámsbrautir eru Húsasmiðabraut, Rafvirkjabraut, Sjúkraliðabraut og Snyrtibraut. Listnámsbrautir eru Fata- og textílbraut, Nýsköpunarbraut og Myndlistarbraut. Undirbúnings- og sér­námsbrautir eru Almenn braut, Framhaldsskólabraut og Starfsbraut.