Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður  í skólanum fimmtudaginn 27. ágúst kl. 17:30.

Á fundinum munum við kynna skólann og veita upplýsingar um skólastarfið framundan.

Skólameistari mun flytja stutt ávarp ásamt formanni nemendafélagsins og aðstoðarskólameistara.

Foreldrar hitta því næst umsjónarkennara í stofum og fara í fylgd þeirra í gönguferð um skólann.

Að því loknu er boðið uppá kaffispjall og meðlæti á kennarastofunni.

Bókasafn skólans og námsver verður opið og er fólki velkomið að líta inn.

foreldrakynning