Kvöldskóli FB

Innritun fyrir haustönn 2024 opnar 9. apríl klukkan 9:00.

Í kvöldskólanum er boðið upp á nám á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut og sjúkraliðabraut. Einnig eru í boði valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum.

Námsráðgjafar aðstoða við innritun bæði í síma og í gegnum tölvupóst, Elísabet Vala, evg@fb.is, 570 5603, Fríða Kristjánsdóttir, frk@fb.is, 570 5617 og Sesselja, sep@fb.is , 570 5635.

 

Skrifstofa kvöldskóla FB

Skrifstofa kvöldskóla FB er opin fyrstu vikuna eftir að skóli hefst frá 17.00 til 20.00. Síðan er skrifstofan opin alla daga 9-16  og viðtöl eftir samkomulagi. Fyrirspurnum sem sendar eru á kvold@fb.is verður svarað samdægurs alla virka daga. Allir nemendur skólans hafa ókeypis aðgang að Office 365 pakkanum. Til þess að virkja aðganginn þarf nemandi notendanafn og lykilorð sem hann fær við innritun. Alla aðstoð varðandi Office pakkann veitir Guðjón Ívarssson netstjóri, netfang hans er gman@fb.is.

Þú sækir ekki um, þú skráir þig á heimasíðu okkar í áfanga (þegar innritun hefst).

Hlekkur á heimasíðu: Innritun í kvöldskóla, og velur áfanga eftir brautum, kerfið leiðir þig áfram í greiðslukerfið.

Þú greiðir með korti um leið og þú sækir um.

Nei. Þú greiðir um leið og þú sækir um.

Það er ekki mætingarskylda í kvöldskólann. En það er prófa- og verkefnaskylda. Í mörgum verklegum greinum þarf að ljúka verkefnum á staðnum og þá þarf að mæta.

Ef þú ætlar í verknám þá er best að skoða PDF skjöl á heimasíðunni um hvernig brautin er byggð upp.

Nei það þarf 14 nemendur svo áfangi fari af stað, ef hætt er við áfanga færðu endurgreitt eða getur farið í annan áfanga.

Já það er hægt, hafa samband við skrifstofu, kvöldskólaskrifstofu eða námsráðgjafa og þau skrá þig á biðlista.

Með því að senda póst á kvold@fb.is og biðja um að hringt sé í þig.

Eða tala við námsráðgjafa okkar.

Innritun og umsóknir í Kvöldskóla FB

Innritun fyrir haustönn 2024 opnar 9. apríl kl. 9:00.

Námsráðgjafar aðstoða við innritun bæði í síma og í gegnum tölvupóst, Elísabet Vala, evg@fb.is, 570 5603, Fríða Kristjánsdóttir, frk@fb.is, 570 5617 og Sesselja, sep@fb.is , 570 5635.

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kvold@fb.is

Gjaldskrá Kvöldskóla FB

Nemendur greiða 2.800 kr fyrir hverja einingu og auk þess 1000 kr innritunargjald fyrir hvern áfanga. Þá eru nokkrir áfangar í skólanum sem bera efnisgjald og greiða nemendur það einnig. Hægt er að greiða með greiðslukorti og er mest hægt að skipta greiðslum í þrennt. Skiptingu fylgir lántökukostnaður og innheimtugjald. Gjald fyrir mat á fyrra námi kostar 3.500 krónur.

Endurgreiðslur

Ef nemandi skráir sig í áfanga sem fellur niður af einhverjum ástæðum, fær nemandi skólagjöldin endurgreidd að fullu. Nemendur geta ekki krafist endurgreiðslu eftir að kennsla hefst.