Á föstudaginn var haldinn hér í FB þverfaglegur starfsdagur allra starfsstaða borgarinnar í Breiðholti undir heitinu Breiðholtsbylgjan. Boðið var upp á fjölmargar vinnusmiðjur, svo sem um markmiðssetningu, mannréttindi og staðalmyndir, gildi íþrótta og vellíðan í starfi. Alls tóku um átta hundruð manns þátt og þar af voru um 70 starfsmenn FB. Breiðholtsbylgjan snýst fyrst og fremst um að fólk fær tækifæri til að hittast og eiga faglega umræðu þvert á fagsvið borgarinnar.